tisa: Það er ekki hugsunarleysi, það er framkvæmdarleysi

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Það er ekki hugsunarleysi, það er framkvæmdarleysi

Ég held ég eigi leynilegan aðdáenda.

Eða stokker bara, er það samt ekki sami hluturinn?

Eða kannski skjátlast mér.

Það væri þá ekki í fyrsta skipti.



Bíllinn varð fyrir svona bully í dag. Bullyinn var í formi Porche jeppa. Porche jeppinn rak litla bílinn með spoilerinn úr bílastæðinu hans.

Djöfull lét ég vaða mig.

Var að hugsa um að lykla Porchinn.

Ég gerði það ekki.

Ég hugsa oft.

En framkvæmi aldrei.

Læra?

Taka til?

Lykla?

Borga sektina?

Borða?

En framkvæmi aldrei.

Það er bara ágætt. Er það ekki?



Ég hlóð iPoddinn. Nú þarf ég ekki að misbjóða eyrunum mínum með útvarpinu. Fjúkk.


Ég fór á Little Miss Sunshine í gær.
Það er bíómynd.

Þetta var mynd um mjög svo skrítna fjölskyldu og ég hef sko komist í tæri við skrítnar fjölskyldur en þessi var over the top.

Það er eiginlega allt á afturfótunum hjá þessum greyjum. En á krúttlegan og fyndin hátt. En aftur á móti hef ég verið sökuð um að vera sálarlaus skepna (aðallega eftir að ég tala um vinnuna mína, og svo þegar ég grét ekki yfir The Notebook) og það gæti verið ástæðan fyrir því að mér fannst þetta æðislega fyndin mynd.



Best að fara að gera eitthvað að viti. (framkvæmdarlaus hugsun í aðsigi)



Tinna - Leti er lífsstíl

PS. Ég þori ekki í dönsku á morgun.
Veit ekki hversu lengi í viðbót ég kemst upp með að vera með núll prósent af dönskubókum í þessum tímum.

tisa at 22:18

0 comments